Var að koma
20.11.2007 | 23:08
af þessari líka stórfínu kóræfingu - sat á fremsta bekk - sem gerist ekki oft og söng af hjartans list enda alltaf dásamlegt að syngja jólalögin. Finn samt svolítið svona tilfinningu eins og ég sé að læra upp á nýtt að syngja svona með öðrum. Heyrnarleysið veldur því að maður sjálfur hljómar allt öðruvísi og verður að treysta því að tilfinning manns fyrir því að maður sé í sæmilegum samhljómi með öðrum sé rétt. Treysti því að ég geti lesið í augnarráð Jóhönnu minnar eða að ég fái frá henni bendingu ef ég þen mig of mikið .
Ég var eiginlega komin á það að syngja ekki með á tónleikunum framundan en er á því núna að láta bara slag standa. Reyni bara að standa þannig að ég hafi mínar konur rétt staðsettar í kringum mig og þá verður þetta allt í lagi .
Annars á ég heimsókn til Ólafs háls, nef, og eyrna í fyrramálið og vona að hann hafi einhver ráð uppi í erminni sem hann á eftir að draga fram.
En nú á vit svefns og drauma Góða nótt
Athugasemdir
Já. Ég var nú bara að velta fyrir mér hvort þú ættir ekki að reyna að hlera það hvað öðrum kórkonum finnst um sönginn þinn - þú sitjandi heyrnarlaus á fremsta bekk, syngjandi af hjartans list, lærandi að syngja upp á nýtt, hljómandi allt öðruvísi og treystandi á eitthvað augnaráð, nýkomin sjálf úr augnaðgerð.
Já, ég mundi gera það.
Sveinn (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 08:22
Ohoho - veit að þú vilt helst að ég sé bara heima og syngi mína undurfögru söngva fyrir þig - en þú verður bara góði að mæta á tónleika eins og aðrir aðdáendur
Ingibjörg Margrét , 21.11.2007 kl. 14:08
Til Sveins: Hún Grænka mín er alltaf umvafin okkur systrunum. Við mundum gefa henni gott olnbogaskot ef hún færi út af tóninum (sem hún gerir auðvitað aldrei). Enda þvílík gyðja þegar kemur söng, heyrnarlaus og heyrandi.
Knús Grettla
Grettla (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 20:00
Ég vil bara benda á það að á síðustu æfingu vildi IMG endilega, einhvera hluta vegna, láta okkur systurnar sitja aðeins lengra frá sér en venjulega. Ekki það að við höfum mikið verið að láta olnbogaskotin dynja á henni, enda hefur það ekkert þurft, hún syngur eins og engill - þessi elska. Hún sagði okkur reyndar að það væri út af dottlu!!!!!!!! En hver veit kannski að það hafi verið gólið í okkur systrunum sem hún þolir svona illa.
Beta (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:18
Er þá óþarfi að mæta seint og sitja aftarlega á jólatónleikunum?
Sveinn (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 17:53
Ég skal passa vel uppá þig. Ég ulla bara ef það er eitthvað of mikið;)
Jóhanna (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 07:16
Nei, nei, Sveinn þú mætir auðvitað klukkutíma fyrir tónleika og situr á fremsta bekk, það er ekki nokkur spurning. Svo að þú missir nú örugglega ekki af neinu.
Svo fylgjumst spenntar með því hvort verður ullað á okkur ef við villumst á vitlausan tón.
Til hamingju með afmælisbörn dagsins. Hvenær var það aftur sem ég átti að mæta í boðið í kvöld????????
Beta (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 09:47
Þar sem þú ert mikil áhugamanneskja um íslenska tungu, þá vorum við Þura að tala um það þegar hún Ragnhildur Steinunn talar ítrekað um í Laugardagslögunum, "að gera sig til" í merkingunni að hafa sig til. Ég er búin að þrasa svolítið við dóttur mína sem notar þennan frasa óspart og fannst henni hún nú aldeilis hafa haft rétt fyrir sér þegar hún heyrði Ragnhildi nota hann (málfyrirmyndirnar finnast víða og ekki alltaf nógu góðar). Er það ekki rétt hjá mér að það að gera sig til merkir að daðra eða eitthvað í þá áttina, hvernig myndir þú skilgreina þetta?
Gangi þér annars vel hjá "háls, nef og dýralækninum"
Gróa (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 17:45
Ekki að spyrja að því - þær fræknur mínar slá skjaldborg um aldraða föðursystur sína og verja hana með kjafti og klóm - Takk ljósin mín.
Og takk líka Jóhanna mín - ullið mun örugglega ekki fara framhjá mér - sérstaklega ekki eftir að þú ferð að stjórna okkur með munninn harðlæstan og herptan þá mun tunga svona úti á tröppum ekki fara framhjá neinum hehehe
Og til minnar kæru Gróu - ég legg nú sama skilning í það að gera sig til og þú - rámar í það að hafa á mínum yngri árum gert mig til fyrir spennandi karlkosti - en var þá reyndar oftast búin að hafa mig til líka áður, heima í einrúmi
Mikið er annars gaman að hafa svona líf og fjör í skilaboðaskjóðunni sinni.
Ingibjörg Margrét , 23.11.2007 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.