Draumurinn rættist

Í 36ár hefur það verið mitt fyrsta verk á morgnanna að fálma eftir gleraugunum og mitt síðasta verk á hverju kvöldi að ganga frá þeim á vísan stað þar sem auðvelt væri að finna þau fyrirhafnarlaust. Hef sem sagt verið háð þessu hjálpartæki æði lengi og löngu farin að líta á þau sem hluta af sjálfri mér.

Í morgun fór ég hins vegar í laseraðgerð og mun væntanlega geta skilið á milli sjálfsins og gleraugnanna ef allt gengur eins og útlit er fyrir.

DÁSAMLEGT!

Aðgerðin gekk bara vel. Smá pikkles við hægra auga svo það þurfti að athuga
það aðeins aftur - en annars mjög lítið mál. Hef eytt deginum í rökkri með
lokuð augun og nú er þetta held ég allt að koma. Pikka þetta reyndar inn í
gegnum móðu og mistur með sólgleraugun á nefinu Cool en sá strax á klukkuna
inni í aðgerðaherberginu þegar ég reis af bekknum og gat lesið
fyrirtækjaheitin hinum megin við götuna þegar ég kom út..

Ótrúleg tækni og allar líkur á að þið (og reyndar ég líka) verðið að venjast gleraugnalausri konu Smile

Sveinn segir reyndar að ég verði eins og svikin vara - en þar sem
skilafrestur er löngu útrunninn og engin til að taka við kellu þá tek ég
slíkum athugasemdum af stóískri ró.

Hlakka til að sjá ykkur öll í nýju ljósi !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú ætlar að fara að sjá mann í réttu ljósi, þá ætla ég að biðja þig um að koma ekki of nálægt...Grafarvogur-Rauðagerði er passleg fjarlægð.  Hvaða augna-og eyrnavesen er þetta annars á þér...hefur þú hugsað um að fara til háls-, nef og dýralæknis eins og ein ung stúlka á Hofi komst svo skemmtilega að orði hérna um árið? 

Og hvar stendur að þú sért útrunnin?... ertu kannski með síðasta "neysludag" húðflúraðan einhversstaðar (minni þig á aðra unga stúlku á Hofi sem upplýsti okkur um visst tattú)

Sjáumst vonandi fljótlega...ég kynni mig bara ef þú berð ekki kennsl á mig.

Gróa (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 22:46

2 identicon

Innilega til hamingju með þennan áfanga. Hlakka til að sjá þig, bara spurning hvenær það verður. Vonandi þekkir þú mig þegar það verður.

Særún (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 00:03

3 identicon

Innilega til hamingju elsku besta Grænka mín. Ég treysti á að þú verðir hjá mér til að halda í höndi mína þegar minn tími kemur ~ÖFUND~  :-þ

knúsí knúsí Grettla hin blinda

Gretta hin fagra (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband