Sterar og slökun...

...var það sem blessaður doktorinn ráðlagði í dag.

Ég svo sem vissi það áður en ég fór að heyrnarskerðingin væri meiri núna en í hin skiptin en brá samt svolítið við heyrnarprófið - heyrði bara andsk... ekki neitt. Gaf samt merki í hvert skipti sem ég hélt að kannski, sennileg, trúlega væri þarna einhver tónn sem ég heyrði ekki en kannski skynjaði. Gaf sem sagt heldur meiri svörun en efni stóðu til - samt átti blessuð konan sem heyrnarprófaði ekki orð yfir þessu heyrnarleysi mínu hægramegin - arrrgg. Og doksinn: Mun verra ástand en í fyrri skiptin!

Það fór því svo að hann skipaði fyrir um tíu daga sterakúr og viku hlé frá vinnu og yfirþyrmandi hljóðáreitum Frown - nú og svo auðvitað myndartöku af hausnum til að vita hvort baunin mín litla hefur eitthvað sótt í sig veðrið.

Ég nýt einstaks skilnings í vinnunni og ætla næstu daga að dunda mér í dekurverkefnum annað hvort hér heima eða innilokuð í mínu litla vinnuskoti í Reynisholti.

...svo engin kóræfing í kvöld - enda sá ég það um helgina að jafnvel hinn fagri söngur kórsystra minn er mér æði erfiður Whistling

Ætla á leikskólaráðsfund með nýjum meirihluta á morgun og vona svo bara að sterakúrinn komi ekki í veg fyrir obbolítinn draum sem ég ætla að láta verða af á fimmtudaginn og hef beðið lengi eftir - verð að hafa samband vegna þess á morgun og bera mig upp við fagmennina.

Við sjáum hvað setur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÆJ elsku Grænka. Ég vona að þetta hafi ekki áhrif á fimmtudagsplönin þín. Hugsa til þín gullmoli.

 Knús Grettla

Gretta (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 15:57

2 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Engar áhyggjur mín kæra - ráðfærði mig við fagmennina í morgun og við höldum okkar striki - reyni bara að hemja mig á bekknum þrátt fyrir sterana er ekki hætt við að maður slái frá sér? 

Nú og svo SJÁUMST við innan tíðar 

Ingibjörg Margrét , 31.10.2007 kl. 16:43

3 identicon

Til hamingju með árangur dagsins í dag. Þetta er sko sannarlega góður fimmtudagur og gott að þinn obbolitli draumur rættist einmitt í dag. Vertu svo bara stillt og góð á þínum sterum og þinni slökun, þá kemur þetta allt saman það er ég alveg viss um.  Hlakka til að SJÁ þig.

Beta (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband