Smá skýrsla
25.10.2007 | 22:18
Jæja, kallinn að hressast eftir þessa pest sem helltist yfir hann með þvílíku trukki á mánudag að manni varð um og ó.
Nú og ég með harðlæst og lokað eyra þannig að það örlar ekki á svo mikið sem votti af són í símanum frekar en ef ég bæri banana upp að eyranu . Skollinn og ég á leið í æfingabúðir - veit ekki alveg hvernig það kemur til með að ganga!
Þetta byrjaði á sunnudaginn - var skolli slæmt á æfingu á þriðjudag - og verst í dag - . Samt jók ég sjálf lyfið mitt um helming á þriðjudaginn þar sem ég fæ ekki tíma hjá doksanum fyrr en á næsta þriðjudag.
Þetta er svo sem léttvægt vandamál miðað við það sem margur annar er að glíma við - en skolli er það óþægilegt samt - maður er svolítið svona eins og út á þekju - Fúnkera ekki alveg inni á deild og verð hrikalega þreytt í svona klið og við að reyna að halda þræði við blessuð börnin.
Veit ekki heldur hvað foreldrar halda þegar ég hvái sí og æ þegar þeir reyna að tala við mig. Sussu sussu, hvað hann er tregur þessi aðstoðarleikskólastjóri!
Athugasemdir
Ætli það yrði ekki það síðasta sem foreldrarnir hugsa. Vona að eyrað fara að láta á sér kræla, ömurlegt að vera svona. Og til hammara með tengdadótturuna.
Sjáumst hressar í æfingabúðum.
María Björk (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 01:30
Jú veistu ég heyrði fólk einmitt vera að tala um þetta í Nóatúni í gær. Hvort hann væri eitthvað tregur þessi aðstoðarleikstjórastjóri, en ég tók mér góðan tíma og útskýrði fyrir þeim að hún væri sko ekki treg heldur væri hún bara með banana í eyrunum þessa vikuna, en þetta lagast allt saman.
Njóttu þess bara að þurfa ekki að heyra þennan þreytandi endalausa són í símanum og misfagurt gólið í okkur sessunautum þínum á kóræfingum. Þetta lagast allt saman.
Gott að karlinum er farið að batna. Er þetta ekki búið að vera hræðilegt ástand? Hafið þið nokkuð fengið að borða?
Sjáumst á eftir.
Beta (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:33
Er ekki bara góð hugmynd að vera bókstaflega með banana í eyrunum (er ekki hægt að kaupa einhverja framandi smábanana?) á meðan þetta ástand gengur yfir. Það er örugglega ekki meira lummó en eyrnalokkarnir sem Ingibjörg Sólrún er stundum með. Góða ferð í æfingabúðir...þú getur alltaf "mæmað" ef í harðbakka slær.
Gróa (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.