Ljós í myrkri
7.10.2007 | 20:50
Nú hafa handverksmenn Yoko blessaðrar Ono verið að prófa friðarsúluna í Viðey, bæði í gær og í kvöld, og mikið finnst mér þetta fallegt.
Ljósgeislinn blasir auðvitað við okkur hér út um gluggana og áðan teygði hann sig upp í himinhvolfið þar sem við lágum í pottinum.
Mér finnst þetta einstaklega fallegt og táknrænt listaverk sem sýnir að máttur ljóssins er mikill; lítið ljós í myrkri, boðberi þess að alltaf er von og að ekki þarf mikið til að rjúfa svartnættið.
Athugasemdir
Já, já þú getur auðvitað legið í þínum potti og glápt út í loftið nú eða hangið í glugganum með kaffibollann þinn ólíkt alvöru húsmæðrum sem frekar nýta tímann sinn í það að hugsa um sína fjölskyldu.
Beta (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 09:29
Já, látt'ana heyra það - ekki þori ég því.
Sveinn Björnsson (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 10:09
Sveinn Björnsson, við þurfum að ræða saman í kvöld - NB. eftir kvöldverðinn - verður ekki annars eitthvað huggulegt??
Ingibjörg Margrét , 8.10.2007 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.