Verkaskipting kynjanna
7.10.2007 | 13:33
Hér á heimilinu, eins og víða annarsstaðar, er greinileg verkaskipting kynjanna og hallar þar æði mikið á annað okkar hjóna.
Við vinnum t.d. bæði fulla vinnu utan heimilis en annað okkar hugsar nánast alla daga fyrir staðgóðum kvöldverði fyrir þessa sex einstaklinga sem hér búa, finnur spennandi uppskriftir á netinu, fer að vinnudegi loknum til að kaupa í matinn og eyðir svo löngum tíma í eldhúsinu við matargerð.
Hitt okkar lýkur sínum vinnudegi og fer iðulega í einhver dekurverkefni en sest síðan að dýrindis kvöldverði án þess að hafa nokkuð þurft fyrir honum að hafa.
Þetta er auðvitað hróplegt misrétti en mikið hrikalega nýt ég þess!
Athugasemdir
Kvenrembugrís getur þú verið Ingibjörg! (mér finnst svín eitthvað svo óþarflega subbulegt og ég gæti hreinlega ekki notað það orð um þig)
Bon appétit!
Gróa (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 13:55
Já, remba alveg í gegn - grís eða svín - og finnst það æði
Ingibjörg Margrét , 7.10.2007 kl. 18:29
Nú brosti ég. En ég er viss um að þú gerir einhverju öðru góð skil. Eins og óhreinum þvotti af 6 manneskjum? Eða jafnvel raðar í eins og eina uppþvottavél eftir hverja máltíð?
Takk fyrir einstaklega vinsamlegt komment mín megin.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 19:30
Auglýsing: Ég hef áhuga á að hafa vistaskipti við fyrsta tækifæri. Nýt ekki skilnings og er kúgaður í núverandi vist. Ég er vanur ýmsum heimilistörfum, er laghentur, barngóður og með bílpróf. Góð íslenskukunnátta. Get byrjað með stuttum fyrirvara. Nánari upplýsingar í síma 864-4878.
Sveinn Björnsson (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 19:34
Jú, Jóna mín, set kannski í eina og eina vél svona af og til svo mannskapurinn hafi hreina leppa utan á skrokkinn - en það er nú bara í eigin þágu af því að ég er svo viðkvæm fyrir táfýlu og svitalykt og varðandi kommentið þá er það nú svo að þar uppsker maður eins og maður sáir .
Æ, Nenni minn, nú rignir örugglega inn tilboðum frá eðalkonum og samt gleymir þú að geta þess hvað þú ert liðtækur þegar kemur að því að bóna frúarbílinn á svona górviðrisdógum eins og í dag
Ingibjörg Margrét , 7.10.2007 kl. 20:38
Ég hef fylgst með þessari hrikalegu ójöfnu verkaskiptingu ykkar hjóna og oft blöskrað og fundist skelfilegt að horfa upp á þetta misrétti sem maðurinn er beittur. Það er eitthvað svo hræðilegt að horfa uppá það þegar fullfrískar konur hafa mennina sína í kvenmannsstörfum. Mér verður bara illt við tilhugsunina. Ég hef reyndar oft verið að hugsa um að bjóða þessum umrædda kúgaða manni í hvíldarinnlögn hingað til mín, ég held að það sé þörf á því.
Beta (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 09:22
Er ekki mikið betra að ég komi í innlögn til þín, Beta mín? Ég gæti þá kannski lært eitthvað um það hvernig eiginkonuræfli er ætlað að hegða sér.
Ingibjörg Margrét , 8.10.2007 kl. 11:59
Er búin að reyna að ná í uppgefið símanúmer í allan dag. Getur einhver sagt mér hvort hægt sé að ná í þennan mann í öðru númeri ?!
Hefði líka áhuga á að vita hvað maðurinn er hár og þungur....... já, og hvort hann er enn með allar sínar tennur.
Væri kannski möguleiki að fá birta mynd af kappanum???
vinsamlega hafið samband hið fyrsta!
carola Kohler (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.