Sagnir
4.10.2007 | 20:14
Nýi veðurfréttamaðurinn hjá Ríkissjónvarpinu, sem ég veit ekki hvað heitir en gerir mig alltaf svolítið stressaða, hamaðist að vanda á skjánum áðan.
Ég reyndi að horfa ekki á hann - enda slök og fín eftir nudd dagsins - komst þó ekki hjá því að heyra hann boða það að í einhverjum landshlutum gæri farið að snjóa eða slydda.
Hef ekki áður heyrt sögnina að slydda! Hún er þó ekki verri en sögnin að jólaskreyta sem ég hef heyrt nokkrum sinnum á síðustu árum.
Athugasemdir
Þrátt fyrir að vera mikil áhugamanneskja um góða íslenska tungu geri ég mig stundum seka um að nota sögn sem ég er nokkuð viss um að er ekki til...þegar ég spyr son minn í bílnum hvort hann sé búinn að "belta" sig. Þetta svíður í mín eigin eyru.
Gróa (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 11:59
Þetta er það skemmtilega við tungumálið okkar - það er svo lifandi og alltaf hægt að búa til ný orð þó manni finnist þau stinga í stúf svona fyrsta kastið
Uppáhaldskennarinn minn í Réttó, hann Stulli, sem kenndi mér íslensku hafði horn í síðu svona nýrra sagna m.a. fannst honum sögnin að tannbursta sig fáránleg og sagði hana jafn fáránlega og að tala um að hárbursta sig. Þar sem ég hef alla tíð verið einkar hlýðin forðast ég t.d. þessa sögn þó að megin þorri fólks noti hana daglega yfir þennan verknað að bursta tennurnar.
Ingibjörg Margrét , 7.10.2007 kl. 18:37
ég hef heldur aldrei heyrt að ætthvað gæri farið að gerast..
Nota Orðapúkann Ingibjörg!
G. Reykjalín, 8.10.2007 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.