Svona eru dætur mínar líka...
29.9.2007 | 08:12
Í gær tók ég þátt í glæsilegri afmælisveislu bróður míns. Þar tók ég m.a. tali fullorðna konu sem er gift inn í okkar fjölskyldu og á dætur á mínum aldri. Þegar nokkuð var liðið á samtal okkar potaði sú gamla í mig og sagði: "Svona eru dætur mínar líka, þær eru orðnar svona feitar eins og þú"!
Athugasemdir
Ja hérna hér og þú svona fín og flott, að kellan skuli segja þetta. En ég hef tekið eftir því að gamalt fólk leyfir sér frekar að segja svona. Heyrði pabba minn gera álíka athugasemd við dótturdóttur sína um daginn, ég hefði helst viljað lemja hann!!!!
En til hamingju með stóra brósa
Særún Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 16:59
Já þetta hef ég upplifað líka. Með ellikellingu hættir fólk að greina þessa hárfínu línu á milli hreinskilni og dónaskapar. Auðvitað slæmt ef unglingar verða fyrir þessuen svona kellum eins og mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið.
Ingibjörg Margrét , 29.9.2007 kl. 19:23
alveg hreint brilliant.... Þvílíkur dóni!!!
Það sagði ein gömul frænka mannsins míns eitthvað álíka við mig í fjölsk.boði í fyrra.
Ég setti upp þýskan reiðisvip, starði inn í augnbotnana á kellunni og sagði hvasst: þú ert vonandi ekki að tala við mig!
Ég gaf henni ekki tækifæri á að svara, heldur snéri upp á mig og strunsaði í burtu...hlæjandi!
Held þér að segja, að ég hafi nánast hrætt úr henni líftóruna...... allavega forðast hún mig eins og heitan eldinn í dag.
Er samt alvarlega að hugsa um.... næst þegar ég fæ tækifæri til.... að segja henni að hún sé eins og gömul sveskja í framan.
Múhahahahahahahah!!!!
carola Kohler (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 00:41
Já það er sko alveg makalaust hvað þessir gamlingar geta verið dónalegir við mann. Maður ætti bara að taka Carolu sér til fyrirmyndar næst þegar maður lendir í svona aðstæðum og vera ekkert að láta þetta lið vera að ausa yfir mann svona dónaskap.
En það var nú samt ekki lítið sem við gátum hlegið að þessu þarna á föstudagskvöldið og fram eftir nóttu.
Beta (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 09:02
Hei, annars frétti ég það í dag hjá einum vini /vinkonu, að þú hafir átt bestu ræðuna í afmæli bróður þíns!!
Kom mér reyndar ekki á óvart og sagði ég viðkomandi það...... og að þú værir alveg hreint ótrúleg ræðumanneskja, sem þú ert.
carola Kohler (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 20:15
Oh hvað hefði verið gaman að vera fluga á vegg í afmælinu fyrst Ingibjörg var með ræðu. Það er enginn svikinn sem fær að hlusta á þessa snilldarkonu flytja ræðu.
Særún (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 23:54
Æ, takk ljósin mín, þið eruð indælar allar með tölu. Þetta var nú auðvitað engin ræðukeppni og mér fannst bæði tengdaföður afmælisbarnsins og Gunnlaugi frænda mínum takast æði vel upp. Sennilega áttum við það sameiginlegt að tala frá hjartanu og langa virkilega til að ávarpa amælisbarnið, það held ég að nái yfirleitt eyrum fólks.
Ingibjörg Margrét , 2.10.2007 kl. 07:51
Ég vil að það komi fram í þessari umræða að í þessari sömu veislu, rétt eftir að sú gamla pottaði í þig og skellti þess framan í þig, var okkur ruglað saman. Sko þú lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en þrítugt. FAT MY ASS.
Knús Grettla
Grettla (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 19:08
En gamla fólkinu finnst nú oft flott að vera nokkuð feitur,- þannig að kannske meinti hún þetta sem hrós mín góða....
Gaman að hitta á þig aftur
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 3.10.2007 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.