Fimm konur

Ég hélt að aðalfyrirsögn dagblaðanna í dag yrði: Fimm miðaldra konur urðu úti í heitum potti að Flúðum á laugardagskvöld. 

Þvílíkt rok! Í pottinn fórum við samt, hlógum framan í storminn og skiptumst reglulega á að taka við versta strengnum. Ein fyrir allar - allar fyrir eina. Hrikalega gaman og snæddum svo dýrindis kvöldverð íklæddar notalegum náttfötunum. Svo tók við spjall og hlátur, óvæntur glaðningur, trúnó, meiri hlátur, handsnyrting og dekur, enn meira trúnó, ennþá meiri hlátur og að endingu auðvitað værð og kósíheit.

Við Birna lögðum svo undir okkur gestahúsið og kúrðum saman eins og í gamla daga, hlustuðum á Kára kallinn blása á við heila lúðrasveit og skekja bústaðinn, en snérum okkur bara á hina hliðina og grúfðum okkur undir sængurnar. 

 Byrjuðum svo allar saman þennan sunnudag á góðum jógatíma, fettum okkur og brettum, teygðum og reigðum, blésum og másuðum, spenntum okkur og slökuðum á, áður en við nutum dásamlegs morgunverðar.

Sem sagt helgi eins og þær gerast bestar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu...... af hverju er ekker talað um nuddið sem þú fékkst ?

Er það af því að engin má vita hver nuddaði þig ?

carola Kohler (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 00:24

2 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Ó, jú mín kæra vinkona, það mega sko allir vita af því að ég komst í þínar gefandi hendur, bæði í nudd og förðun. Kom ótrúlega mjúk og beautiful heim

Ingibjörg Margrét , 1.10.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband