15 ára
1.9.2007 | 10:20
Hann er 15 ára í dag, hann Bangsi minn
Ótrúlega sem ég er lukkuleg með þennan strák. Hann er svo skemmtilegur karakter; ótrúlega gömul og yfirveguð sál en þó svo hrikalegur töffari; hægur, einarður og afskaplega ákveðinn en samt svo ljúfur og hugulsamur; haggast aldrei, hækkar aldrei róminn en sækir fast það sem hann ætlar sér og er greinilega góður félagi því hingað er stöðugur straumur af félögum af báðum kynjum.
Til hamingju með daginn, kallinn minn.
Athugasemdir
Til hamingju með strákinn, einhvernveginn finnst mér lýsingin á honum passa að miklu leyti við þig, hann er kannski bara dálítið líkur mömmu sinni. Hlakka til að hitta þig á kóræfingum fljótlega, ég ætla að mæta þar þó ég þurfi nú sennilega á öllum mínum frítíma að halda til að læra. En kórinn fær ekki frí.
Sjáumst
Særún (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 21:00
Takk fyrir það. Ég held nú að hann hafi æði margt af þessu frá föður sínum t.d. það að setja sér markmið og standa við þau
En það er gott að þú ætlar að gefa kórnum færi með náminu - mín reynsla er að kóræfingarnar hlaði rafhlöðurnar frekar en að taka orku.
Sjáumst!
Ingibjörg Margrét , 3.9.2007 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.