Draumaferðin
30.8.2007 | 19:40
Þar sem ég á inni nokkra orlofsdaga ámálgaði ég það við minn betri helming að við ættum nú að finna okkur einhverja GÓÐA FERÐ og bregða okkur tvö saman út fyrir landsteinana.
Minn brást auðvitað fljótt við og í dagslok beið mín tölvuskeyti frá karli með slóð inn á draumaferðina
OMG! Þegar ég opnaði slóðina var þar lýsing á 17 daga hjólaferð (nei, ekki hjóna- heldur hjólaferð) um Vietnam.
Einhverra hluta vegna læðist að mér sá grunur að við hjónin höfum ekki sömu viðmið um það hvað ætti að einkenna GÓÐA FERÐ FYRIR OKKUR TVÖ
Athugasemdir
Ég á nú barasta ekki til orð! Er karlinn orðinn alveg snar????
Ég skoðaði þetta aðeins og sá mjög fljótt að það eina sem mér fannst eitthvað vit í var síðasta daginn, þar sem stóð "Free for shopping" En þú veist nú hvernig ég er.
Kveðja, Beta
Beta (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 21:01
Já, ég hafði líka hugsað mér ferð þar sem það gæti verið yfirskrift flestra daga
Ingibjörg Margrét , 31.8.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.