Ávöxtun
18.8.2007 | 10:06
Það er aldeilis góð ávöxtun hjá Kaupþingi 20.000 manns urðu 40.000 á svipstundu - þó virtist manni ekki fjölga svo mjög á vellinum. En ég var auðvitað ekki þar, heldur uppi í mínum prívat sófa fyrir framan mitt prívat sjónvarp og kannski hefur stemningin verið á við 40.000 manna partý. Hvað veit ég!
En ótrúverðugt þykir mér þegar menn sem löngu hafa selt sig og sína tónlist koma með hallærislegar yfirlýsingar á milli laga. Nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er Bubbi!
Svo fannst mér Luxor-strákarnir bara krútt og Arnar hennar Carolu vinkonu minnar er auðvitað sjarmatröll eins og hann á ættir til og ég gæti trúað að mörg stúlkan eigi eftir að horfa til hans vonaraugum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Athugasemdir
Stemmingin var alla vega á við 40 þús manna partý, engu líkt að sitja í stúkunni í fjóra tíma og njóta. Og ég er sammála með Luxor, þeir voru flottir og syngja fantavel
Særún (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 00:36
Hvar ertuuuuuuu??????? ekki hætta strax...
Særún (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.