Dear Kveðja
17.8.2007 | 18:55
Eins og margir aðrir leikskólastjórnendur höfum við í Reynisholti verið að auglýsa eftir fólki. Okkur hafa borist nokkrar umsóknir og m.a. frá vel menntaðri erlendri konu sem við viljum endilega fá til viðtals þó hún tali litla sem enga íslensku - enn þá!
Við sendum henni því tölvupóst - á íslensku - þar sem við boðuðum hana í viðtal. Skeytið var undirritað: Kveðja Sigurlaug leikskólastjóri.
Við fengum til baka svar - á ensku - sem byrjaði svona: Dear Kveðja....
Dásamlegt
Athugasemdir
Snilld!!!!
Beta (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.