Úr einu í annað
15.8.2007 | 19:13
Á föstudaginn fékk nýi baksýnisspegillinn, ásamt reyndar restinni af Corollunni , nýjan eiganda sem sannarlega hæfir ekkert annað en spegill af bestu gerð - enda æði snotur stúlkan sú sem keyrði sæl á svip héðan frá húsinu á nýja bílnum sínum. Ég vona sannarlega að hann reynist henni jafnvel og mér.
Sjálf sá ég fram á nokkra bíllausa daga þar sem Swiftinn minn átti eftir að fara í ryðvörn og tilheyrandi áður en ég fengi hann í hendurnar. Í gær var svo hringt og ég fór og sótti gripinn. Alla malla, hann er örugglega bara með ódýran spegill sem hæfir eigandanum vel en sjálfur er hann dásamlegur og bætir eigandann algerlega upp Hann var örugglega fallegasti bíllinn á götum borgarinnar í dag - og þó víðar væri leitað
Hann fékk t.d. það hlutverk í dag að vera trússbíll þegar við færðum hluta leikskólabarnanna hádegishressingu út að Reynisvatni. Þar höfðu þau slegið upp tjaldi, með dyggri aðstoð Heiðu deildarstjórans síns sem var ekkert að bíða með hlutina, innblásin af hinni frábæru námsstefnu um vettvangsnám og útikennslu sem við sátum í gær og fyrradag.
Nú svo skilaði hann mér örugglega á leikskólaráðsfund þar sem ýmis þörf málefni voru til umræðu og áheyrnarfulltrúinn sperrti eyrun, enda hlýtur það að vera helsta hlutverk áheyrnarfulltrúa - þ.e. að sperra eyrun Annars er þetta sérlega áhugavert hlutverk og afskaplega ánægjulegt að sjá að fulltrúar í ráðinu, bæði í meiri- og minnihluta ræða málefni leikskólans af miklum heilindum og leita af mikilli einlægni leiða til að skapa forsendur til að skólarnir geti ástundað og eflt faglegt starf sitt með sem minnstri truflun af manneklu og öðrum draugum sem hafa gerst þaulsetnir á þessum vettvangi. Ánægðust af öllu er ég með að verið er að leita leiða til að losa okkur við þessa drauga til framtíðar fremur en að slökkva einhverja elda tímabundið. Auðvitað uppskerum við ekki árangur af slíkum aðgerðum núna í haust en vonandi innan einhverra ára.
Nú svo er það auðvitað okkar sem störfum í leikskólunum að koma því út í samfélagið hvað þetta er ofboðslega skemmtilegt og gefandi starf.
Athugasemdir
Til hamingju með hann! Mikið rosalega er hann flottur. Ég bíð spennt eftir því að verða boðið á rúntinn í honum. Þetta er án efa flottasti bíllinn í bænum.
Ég get sagt þér það að unga daman á Corollunni brosir ennþá hringinn. Enda alsæl með nýja bílinn sinn.
Beta (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 21:47
Þú gleymir mikilvægasta hlutverki Swiftivindsins í dag, þ.e. að vera "fjallabíll" þar sem hann skutlaði okkur til fjalla þar sem kraftmikill ágústblærinn lék um .... ég segi ekki meira.
Sveinn Björnsson (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 22:11
Jamm Beta mín, þetta er sko LANG flottasti bíllinn í bænum og ég er alsæl með hann - enda treysti ég á það að lenda aldrei aftur í Renaulthrakförum - og gott að "Ærisin" er sæl með þann gráa. Ekki spurning - frænkurúntur við fyrsta tækifæri - segðu bara til.
OMG já gleymdi að hann er líka fjallatrukkur - eða svona næstum því - kúrði svo krúttaralegur og glansandi við fjallsrætur á meðan við hjón örkuðum upp - með vindinn í fangið - og niður aftur - með vindinn á þann óæðri - sem er nú á við vænsta belgsegl
Ingibjörg Margrét , 15.8.2007 kl. 22:22
Vá til hamingju með bílinn, ég hélt að hinn væri svo nýr og fínn???
Særún (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 23:27
Vá hvað þetta er formlegur texti..
En jámm .. ég er þó ósáttur með myndavalið hjá þér móðir sæl.. Þó ég segi ekki meir! Til hamingju með bílinn!
G. Reykjalín, 16.8.2007 kl. 12:13
Jú Særún hinn var nánast nýr og voða fínn - og það er voða gott að skipta áður en það breytist
og til Gunnars: Varla koma nú formlegheit móður þinnar þér á óvart!
Ingibjörg Margrét , 16.8.2007 kl. 16:31
Til
Beta (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 09:07
Æ, Beta ég er svo treg að ég náði ekki þessum
Ingibjörg Margrét , 17.8.2007 kl. 18:43
Já það eru nú svo langar í þér leiðslurnar, mín kæra Da gú gú.
Sjá athugasemd númer 3 þú sagðir þar að ég ætti bara að segja "til" þegar ég vildi koma á rúntinn. Svo ég sagði þá að sjálfsögðu bara "til" Ég vil sem sagt fara á rúntinn. SKILURÐU NÚNA?
Beta (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 16:20
Ææææ, hrikalega er ég vitlaus. Var búin að reyna að lesa allt mögulegt annað út úr þessu - hehehe
Ingibjörg Margrét , 19.8.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.