Hvað á kona að gera...
6.8.2007 | 10:22
...síðasta daginn í sumarleyfinu?
Kostirnir eru:
- Taka lokahnykkinn í stórtiltekt á heimilinu, í bílskúr og geymslu, sem þegar hefur skilað Sorpu sjö kerrum af dóti sem fékk úrskurðinn: Óþarfi að geyma!
- Sökkva sér í moldarbeðin þar sem arfinn er farinn að stinga upp kollinum og þrífa svo bílinn vel - vonandi í síðasta sinn
- Dekra við fjölskylduna með vöfflubakstri um miðjan daginn, góðri grillsteik í kvöld og leggjast svo í heita pottinn.
- Klára Kínafærslur
- Hjúfra sig upp í sófa yfir spennandi lesningu og látast vera ein í heiminum.
Kannski ég leiti til ákvarðanaþjónustu Birnu Írisar frænku minnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.