Veldu öryggi, veldu Renault...
4.8.2007 | 08:36
...glymur í útvarpinu af og til þessa dagana.
Hér er mín reynsla af Renault:
Árið 1999 keyptum við nýjan Renault Megane úr kassanum. Fyrstu dagarnir voru jú bara góðir og ég ánægð með bílinn en svo fór að síga á ógæfuhliðina og bíllinn varð fastagestur á verkstæðinu þeirra. Læsingarkerfið og þjófavörnin bilaði, skipta þurfti um bremsubúnað og bensíndælan gaf sig, svo eitthvað sé nefnt.
Sex árum eftir kaup á bílnum, 2005, fór svo sjálfskiptingin Við vildum bara ekki trúa þessu og lengi vel stóð bíllinn hér inni í lóð en á endanum urðum við að bíta í það súra epli að við sætum uppi með ónýtan bíl.
Hann fór í brotajárn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.