Glansmyndir

 Mikið þótti mér lítil grein Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur í Morgunblaðinu í morgun góð. Ég, eins og fleiri, náði ekki upp í nefið á mér vegna þess blekkingarleiks Kínverja að sýna við opnunarhátíðina 9 ára gamla stúlku, Lin, sem þótti "fallegri" en hin 7 ára gamla Yang með englaröddina. Mér, eins og greinilega fleirum, er algerlega fyrirmunað að draga börn í slíka dilka og finnst framferði Kínverja forkastanlegt. Mér láðist þó, eins og greinilega fleirum, að horfa á þennan gjörnin í víðara samhengi. Grein Guðfríðar ýtti hins vegar við mér. 

Hún segir m.a: "Tildrög málsins eru þau að hin 7 ára Yang sem með rödd sinni vann til þess heiðurs að syngja til móðurjarðarinnar við opnun Ólympíuleikanna var með skömmum fyrirvara tjáð að því miður hefði hún ekki rétta andlitið. Tennurnar voru of skakkar og kinnarnar of bústnar. Hin 9 ára Lin var hins vegar nægilega sjónvarpsvæn og hún léði röddinni andlit sitt og líkamsburði og hreyfði varirnar í þykjustusöng. Hún sjarmeraði upp úr skóm eins og henni var ætlað...... Sögunni um Yang og Lin ættum við þó að geta snúið aðeins upp á okkur sjálf. Erum við virkilega svo ókunnug áróðri, útlitsdýrkun og ímyndarherferðum? ...... Og þegar kemur að útliti: Hvar sjáum við feitari þulurnar í eldri kantinum í sjónvarpi, hvar sjáum við spyrlur með hrukkur sem hafa margra ára innsýn í íslensk samfélagsmál? Hversu margar ungar stúlkur fara í brjóstastækkun og hversu margar í eilífa megrun, og hvernig er þeim umbunað?..... Mistökin sem við gerum er að halda að falskar flugeldasýningar séu undantekningin en ekki reglan í henni veröld, kommúnískri sem kapítalískri".

Já, sennilega er uppákoman með þær litlu Yang og Lin bara ýkt birtingarmynd á fegurðardýrkun sem við erum æði mörg orðin ansi samdauna.

Við lestur greinarinnar rifjaðist líka upp fyrir mér önnur ýkt birtinarmynd þessa saman - öllu óviðfeldnari þó - en það var frásögn eða auglýsing um að foreldrar gætu látið "laga" ljósmyndir af börnunum sínum til að þau væru nú fallegri í römmunum á arinhillu fjölskyldunnar. OG HVAÐ ER ÞAR Í GANGI? Ekki beint verið að byggja upp sterka og jákvæða sjálfsmynd barna á þeim bæjum - og þar eru það foreldrarnir sem finnst þörf á glansmyndinni - hve sjúkt er það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill vinkona.  Sammála hverju einasta orði!

birna (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Ingibjörg Margrét

Já, stundum gleymum við að líta okkur nær og skoða hlutina í samhengi.

Ingibjörg Margrét , 18.8.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband