Ég gekk út fyrir

...með kaffibollann minn í morgun og leit yfir lendur mínar. Þær eru svo sem ekki nein ósköp en samt hlýlegur garður sem getur litið svo ansi vel út… GETUR þ.e. ef honum er sinnt. 

Þeir feðgar, Sveinn og Snorri, hafa reyndar verið ansi iðnir undanfarið við að klára ýmsan frágang sem við höfðum trassað s.s. að fullklára skjólgirðingu og frágang á bílskúrshurð. Þeir ætla að halda áfram í dag og þar sem ég stóð með kaffibollann minn hér úti á stétt var ég eitt augnablik við það að ákveða að eyða deginum úti við. Kraka í beðin mín og losa þau við arfa og annan gróður sem ekki þykir til prýði í fínum beðum; klippa svona eins og eina og eina grein sem farin er að skaga óþarflega út úr runnum og jafnvel fá mér rölt um grasflötina í félagsskap sláttuvélarinnar. 

En þar sem rigningartíðin undanfarið náði að blása mér sjálfsaga í brjóst tókst mér að snúa niður þessa skyndilegu löngun til líkamlegra verka. Nei, Ingibjörg, inn góða mín og að tölvunni. Verkefni dagsins er svo sem ekki leiðinlegt. Mín bíður það að vinna úr viðtölum sem ég tók við nokkur 4 og 5 ára börn nú í vor og koma mati þeirra á leikskólastarfinu í röklegt samhengi við önnur gögn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá og sastu inni á heitasta degi ársins???? Ég kalla þig góða en veit að það ertu einmitt. Dáist að þér að ef þú hefur staðið við þetta en ég sé að færslan er skrifuð ansi snemma. Ekki skammast þín fyrir að hafa skipt um skoðun um hádegi. Vinna hvort eð er nokkrir sjálfstæðir verktakar eftir hádegi á föstudögum??? Þú hefðir líka getað setið úti með tölvuna. Hlakka til að heyra hvernig dagurinn endaði hjá þér.

Særún (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband